Við erum sérfræðingar í

Rafmagnaðir

— Reynsla, fagmennska & ástríða

Með áherslu á gæði og öryggi vinna rafverktakar okkar náið með viðskiptavinum. Við þróum lausnir sem ekki aðeins uppfylla þarfir, heldur fara fram úr væntingum.

Rafverktakar okkar búa yfir mikilli þekkingu á allri rafvirkjun. Við höfum mikla reynslu á sviði raflagna og aðstoðum þig við að láta drauma þína verða að veruleika.

Öryggið er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur. Við leggjum mikið upp úr faglegum vinnubrögðum. Með því að yfirfara raflagnirnar má fyrirbyggja mörg slys og óhöpp.

Við fylgjumst vel með öllum nýjungum og erum fljótir að tileinka okkur þær. Nýjungum fylgja bæði hagkvæmni og fallegt yfirbragð.

Fríðindi viðskiptavina

Rafmagnaðir aðstoða þig við að fá endurgreitt frá Skattinum

Rafmögnuð þjónusta

Fyrirtækjaþjónusta

Við höfum starfað með mörgum fyrirtækjum við fjölbreytt verkefni. Við sjáum um reglubundið viðhald og að yfirfara rafkerfi og lýsingu. Við leggjum mikinn metnað í að vera stundvísir og á áætlun. Við gerum þjónustusamninga, tilboð eða vinnum í tímavinnu. Við komum þínum hugmyndum í framkvæmd.

Einstaklingsþjónusta

Við höfum líka starfað með mörgum einstaklingum. Hvert verk innifelur í sér útsjónarsemi og hugvit af okkar hálfu. Við veitum viðskiptavinum okkar örugga og trausta þjónustu. Við komum á staðinn og gerum þér tilboð í verkið, eða vinnum það í tímavinnu. Sendu okkur skilaboð og við munum hafa samband.

Sendu okkur línu

Það kostar ekkert að fá tilboð í verk hjá Rafmögnuðum

Samstarfsaðilar okkar eru ...

... ásamt fjölmörgum öðrum

Við látum verkin tala!

Öryggiskerfi

Uppsetning og útfærsla öryggiskerfa bæði fyrir heimili og vinnustaði. Starfsmenn okkar hafa reynslu fjöldamörgum kerfum og við sníðum uppsetninguna að þörfum hverju sinni.

Brunavarnir

Við setjum upp brunaviðvörunarkerfi til þess að stuðla að auknu öryggi þínu. Optískir reykskynjarar, hitaskynjarar, handboðar, línuskynjarar og margt fleira. Við finnum réttu lausnina fyrir þig.

Hússtjórnunarkerfi

Vilt þú geta stjórnað eigninni þinni með nýjustu tækni? Hægt er að stjórna ljósum, hurðum, gluggatjöldum, hita, hljóðkerfi o.fl. með appi og notendastýringu sem breytir stillingum eftir þínu höfði, jafnvel út frá staðsetningu þinni.

Netlagnir

Við tökum að okkur alla vinnu sem tengist netlögnum. Við setjum upp tölvutengla, leggjum tölvustrengi, setjum upp og tengjum skipta (switch), heita reiti (WiFi hotspots), netbeina (routers), tengjum ljósleiðara og margt fleira.

Töflusmíði

Hvernig er ástandið á rafmagnstöflunni þinni? Vissir þú að gömul rafmagnstafla með trébaki eða postulíns öryggjum uppfyllir ekki öryggisstaðla? Einnig er gerð krafa um bilanastraumsrofa til að tryggja öryggi þitt. Við veitum trausta og örugga þjónustu við að smíða nýja töflu fyrir þig.

Lýsingarhönnun

Rétt val á lýsingu skiptir öllu máli hvað varðar bæði gæði og notagildi. Lýsing dregur fram áherslur, skapar rétta stemningu, eykur vinnuhraða, veitir hvíld, vekur eftirtekt og margt fleira. Við tökum að okkur allt sem tengist hönnun og uppsetningu á lýsingu.

Almenn raflagnaþjónusta

Við aðstoðum þig við að setja upp ljós, skipta um innlagnaefni, viðhald, endurbætur og alla almenna raflagnavinnu. Við erum sérfræðingar í raflögnum í nýbyggingum og í að leggja raflagnir í uppsteypu.

Jæja, á ekki að panta verk?

Jæja...

Á ekki að panta verk?

Algengar spurningar

Af hverju ætti ég að fá löggiltan rafverktaka?

Löggiltur rafverktaki vinnur samkvæmt reglugerðum sem settar hafa verið til að gæta fyllsta öryggis við uppsetningu á raflagnaefni. Löggiltur rafverktaki getur með sjónskoðun metið ástand raflagna, hvaða úrbóta er þörf á og lagfært það sem ekki uppfyllir staðla og reglugerðir. Þannig verður þín eign öruggari fyrir vikið.

Við getum aðstoðað þig við að finna orsök bilunarinnar og gert viðeigandi lagfæringar. Ef öryggin eru að slá út í rafmagnstöflunni þá þarfnast það nánari athugunar. Ástæður þess geta verið margar, það getur verið bilað tæki, ónýt öryggi, útleiðsla í lögninni eða búnaði. Hafðu samband og við komum og gerum mælingar hjá þér og lagfærum bilunina. Frestið ekki viðgerð á rafbúnaði.

Við getum skoðað hvað gæti orsakað það að perur springa oftar en eðlilegt getur talist. Það getur verið af mörgum ástæðum, til dæmis: Of hárri spennu, hreyfingu, lélegu sambandi, rangri gerð af peru, ofhitnun, röngum dimmer.

Já og við mælum eindregið með að sett sé upp hleðslustöð til að hlaða bílinn. Venjulegir tenglar eru ekki hugsaðir til þess að nota til hleðslu rafbíla heldur einungis til skamms tíma í senn. Hægt er að setja upp bæði einfasa og þriggja fasa hleðslustöðvar. Þær veita hraðvirkari og öruggari hleðslu og hægt er að fá þær með álagsstýringu sé þess óskað.

Með því að fara inn á þjónustuvef skattsins (https://minn.rsk.is/thjonustusidur) er hægt að senda inn umsókn um endurgreiðslu. Við sendum þér sundurliðað í reikningnum vinnu og efnislið sem auðveldar þér að sækja um endurgreiðslu.

Falleg skrautlýsing í garðinum stækkar notagildi eignarinnar umtalsvert. Góð lýsing í kringum húsið hefur einnig fælingarmátt gagnvart innbrotsþjófum sem og bætir sýnileika í myndavélum.

Alexander Steinarsson Rafvirki

Alexander Steinarsson

Alex er stofnandi og forstjóri Rafmagnaðra. Hann er rafvirkjameistari og hefur starfað sem rafvirki frá árinu 2005. Hann hóf námsferil sinn árið 2006, lauk sveinsprófi 2011 og meistaraprófi 2015.

Alex mælir sterklega með því að þú pantir verk.